Sjálfvirkt sól- og vindorkukerfi!☀️💨
Hérna erum við með kerfi sem er í uppsetningu þegar þessar myndir eru teknar, en kerfið er í eyju í Breiðafirði og er sett upp sem þriggja fasa kerfi.
Hingað til hefur þessi eyja eingöngu reitt sig á dísel rafstöð til að sjá húsum fyrir rafmagni.
Núna er komið upp stórt þriggja fasa kerfi sem tryggir öllum húsum á eyjunni nægt rafmagn.
Á eyjunni eru þrjár varmadælur sem sjá um upphitun á húsum.
Búnaðarlisti:
3x MultiPlus-II 48/15000
2x MPPT RS 450/200
4x Bláorku LiFePO4 rafgeymar – 40 kWst
20 kW sólarsellur
Cerbo GX
Touch 70
Lynx Distributor
Hérna sjáum við rafgeymana og MultiPlus græjurnar:
Hérna sést svo í þessar tvær MPPT RS 450/200 sólarsellu stýringar sem geta annað 32 kW af sólarsellum:
Verið að setja sellur á þak skemmunnar: