Author Archives: Bergur Haukdal

Eyja í Breiðafirði

Sjálfvirkt sól- og vindorkukerfi!☀️💨

Hérna erum við með kerfi sem er í uppsetningu þegar þessar myndir eru teknar, en kerfið er í eyju í Breiðafirði og er sett upp sem þriggja fasa kerfi. 
Hingað til hefur þessi eyja eingöngu reitt sig á dísel rafstöð til að sjá húsum fyrir rafmagni.

Núna er komið upp stórt þriggja fasa kerfi sem tryggir öllum húsum á eyjunni nægt rafmagn.

Á eyjunni eru þrjár varmadælur sem sjá um upphitun á húsum.

Búnaðarlisti:

3x MultiPlus-II 48/15000
2x MPPT RS 450/200
4x Bláorku LiFePO4 rafgeymar – 40 kWst
20 kW sólarsellur
Cerbo GX
Touch 70
Lynx Distributor


Hérna sjáum við rafgeymana og MultiPlus græjurnar:  

Hérna sést svo í þessar tvær MPPT RS 450/200 sólarsellu stýringar sem geta annað 32 kW af sólarsellum:


Verið að setja sellur á þak skemmunnar:

Sunnanverðir vestfirðir

Sjálfvirkt sól- og vindorkukerfi!☀️💨

Hérna sjáum við kerfi sem við smíðuðum fyrir hús sem er alveg ótengt raforkunetinu, raforkuframleiðsla á svæðinu fer aðallega fram með sól- og vindorku, á svæðinu er einnig 16 kW rafstöð sem fer í gang þegar þörf er á.

Einnig er Victron rafbílahleðslustöð tengd við kerfið sem beinir umfram orku frá sól og vind í hleðslu á rafbil þegar hann er í sambandi, þannig reynum við að nýta alla umframorku í kerfinu eins og best er á kosið.

Á svæðinu er íbúðarhúsnæði og verkstæðiskemma, upphitað með varmadælu ( loft í loft ). 😎

Búnaðarlisti:

3x MultiPlus-II 48/8000
1x MPPT RS 450/200
4x Bláorku LiFePO4 rafgeymar – 40 kWst
7.5 kW sólarsellur
Cerbo GX
Touch 70
Lynx Distributor
Kestrel windmylla

Siglufjörður

Nýtt þriggja fasa kerfi komið upp á Siglufirði með sólarorku og 20 kWst LiFePO4 rafgeymabanka.

Ábúandi getur farið í gegnum 1-2 daga af rafmagnsleysi án hleðslu frá sólinni á rafgeymunum einum saman. Ekki hefur þurft að kaupa rafmagn inn í húsið síðan kerfið var sett upp í byrjun apríl.

Í þetta kerfi var notaður eftirfarandi búnaður:

18x 500W svartar bifacial sólarsellur
3x Victron MultiPlus-II 48/5000
Victron MPPT RS 450/200 sólarsellustýring
Victron Lynx DC dreifiskinnur
Victron Cerbo + Touch skjár
2x Bláorku 48v 200Ah rafgeymabankar – 20 kWst af orku þar.

Nafnabreyting

NetBerg hefur ákveðið að breyta um nafn og mun félagið heita Bláorka héðan í frá.

Nafnabreytingin mun styðja við þá vegferð sem fyrirtækið er á, sólarorka og raforkulausnir í kringum sjálfbærni á Íslandi.

Verkstæði Bláorku mun áfram vera rekið undir NetBerg nafninu sem dótturfélag Bláorku.

Bæði verslun og verkstæði eru áfram til húsa á Fosshálsi 27, verslunin er þó flutt á nýjan stað í húsinu.
Þar verður verslunin mun stærri og vöruúrvalið meira.

Þriggja fasa hús með sólarorku

NetBerg kláraði nýlega uppsetningu á þriggja fasa kerfi fyrir hús sem er ekki tengt raforkunetinu. ⚡️

Með þessari uppsetningu er húsið eins og hvert annað heimili með næga orku í boði fyrir öll helstu tækin.
Húsið er kynnt með mjög sparneytinni varmadælu. 🌞

Raforka inn á þetta kerfi er framleidd með sólarsellum og stórri dísel rafstöð sem fer örsjaldan í gang ef sólarorkan er ekki næg og hleður batteríin upp á skömmum tíma.

Í þetta kerfi var notaður eftirfarandi búnaður:

3x Victron MultiPlus-II 48/5000
Victron SmartSolar MPPT 250/100
Victron Lynx DC dreifiskinnur
Victron Cerbo + Touch skjár
2x NetBerg 48v 200Ah rafgeymabanki – 20 kWst af orku þar.
Himoinsa 16kW þriggja fasa rafstöð

Svo allskonar töflubúnaður og skemmtilegt dót í kringum þetta 🙂

Neyðarlínan og NetBerg – Grímsfjall

Fyrir nokkru þá hafði Neyðarlínan samband við okkur til að útbúa lausn til að nýta rafstöðvarkeyrslu betur á Grímsfjalli þar sem þeir reka Tetra sendi, einnig er þar fjallaskáli fyrir ferðafólk sem nýtir raforkuna frá þessu kerfi. 😊
 
Það sem fæst út úr svona kerfi er að hægt er að keyra rafstöðina undir kjörálagi til að hlaða rafgeymana upp á stuttum tíma og svo er drepið á rafstöðinni og kerfin keyrð á rafgeymunum klukkutímum saman, þannig sparast olía, útblástur og rafstöðin endist betur.
 
Við settum upp Victron kerfi með NetBerg LiFePO4 rafgeymum:
Victron MultiPlus 48/15000
2x NetBerg LiFePO4 10kWst rafgeymar
Victron Lynx DC dreifing
Victron Cerbo GX
 

Míla – Betri nýting á grænni orku og olíusparnaður

Nýlega þá hafði Míla samband við okkur til að forvitnast um lausnir til að minnka olíunotkun og forgangsraða grænni orku.

Við vorum nú meira en tilbúin í svoleiðis lausn og settum upp pakka með eftirfarandi búnaði: 

  • Victron MultiPlus-II 48/5000
  • Victron MPPT sólarsellustýring
  • 2x Victron SmartShunt – til að mæla orku frá vindmyllum
  • Victron Cerbo GX – tölva sem tengir allt saman og heldur utan um upplýsingar um notkun og framleiðslu í kerfinu
  • NetBerg LiFePO4 51.2v 200Ah rafgeymir

Kerfið virkar þannig að það fylgist með stöðunni á LiFePO4 rafgeyminum og setur rafstöðina bara í gang þegar hleðslan á honum er komin niðurfyrir 20%, það gerist 1-2x á dag og keyrir rafstöðina í 1-2 tíma í senn þegar það er dimmt og engin vindur blæs, hinsvegar þegar vindurinn blæs hræssilega þá hlaða vindmyllurnar upp rafgeyminn og útvega það afl sem þarf til að keyra sendistaðinn, þegar minni vindur er þá hjálpa vindmyllurnar eitthvað til og lengja þannig tímann á milli þess sem ræsa þarf rafstöðina.

Áður fyrr þá gekk rafstöðin oft heilu dagana.

Gaman verður svo að sjá hvað sólarsellurnar gera þegar birta fer aftur næsta voru, sett verða upp 1200w af sólarsellum sem geta, yfir sumartímann, útvegað allt aflið sem sendistaðurinn þarf yfir daginn.

 

Strax á fyrstu vikunum eftir uppsetningu var ljóst að rafstöðin fer mun sjaldnar í gang og keyrir mun minna en áður. Gaman verður að sjá tölur um olíunotkun eftir nokkra mánuði og reikna út hver raunverulegur sparnaður er, ljóst er að hann ætti að verða töluverður.


LiFePO4 + LYNX + Multiplus-II kerfi í Sprinter

Hér má sjá rafkerfi í uppsetningu í Benz Sprinter, þetta er 24 volta kerfi sem tekur hleðslu frá sólarsellum á bílnum, frá alternator og frá landtengingu ef bílnum er stungið í samband.

Heildarafl sem hægt er að draga af fullhlöðnum 24V 200Ah NetBerg LiFePO4 rafgeymi er um 5.12 kWh svo það þarf ekkert að passa sig neitt í notkun á rafmagni í þessum bíl. Til dæmis verður ekkert vandamál að baka vöfflur eða elda kjúkling í AirFryernum í þessum bíl 🙂 Hárþurrkan og kaffivélin alltaf með í ferð.

Búnaðarlisti:

* Victron MultiPlus ll 24/3000/70
* NetBerg Lithium 25.6v – 200ah
* Victron Lynx Power In
* Victron Lynx Smart Shunt 500
* Victron Lynx Distributor
* Victron Cerbo GX
* Victron GX Touch 70
* Victron Orion-Tr Smart 12/24-15 isolated DC-DC charger
* Victron Orion-Tr Smart 24/12-70 non-isolated DC-DC converter
* Victron SmartSolar MPPT 100/20
* Victron Smart Battery Protect 12/24/100a

Eins og alltaf, ekki hika við að kíkja á okkur eða heyra í okkur til að fræðast betur og fá upplýsingar um hvernig kerfi gæti hentað í þínu tilviki.

Með því að smella á „Samþykkja“, gefur þú samþykki þitt fyrir því að vefkökum sé komið fyrir í tækinu þínu, til að bæta umferð um síðuna, greina notkun á síðunni og aðstoða okkur við markaðssetningu.