Author Archives: Bergur Haukdal

25.6V LifePo4 + LYNX + MultiPlus-II kerfi í húsbíl

Nýlega kom til okkar maður sem ætlar að fara að ferðast um heiminn á Ford Transit sem hann er að innrétta.

Hann var að leita að rafkerfi til að vera alveg sjálfbær á rafmagn og við teiknuðum upp og smíðuðum svo þetta frábæra Victron kerfi í bílinn hans.
Þetta kerfi getur afhent 5kWst af fullhlöðnum LifePo4 rafgeyminum og svo er hann hlaðinn upp með tveimur settum af sólarsellum, frá alternator bílsins og hægt er að stinga bílnum í landrafmagn og hlaða þá inn á 120 amperum á 24 voltum!

Búnaðarlisti:

* Victron MultiPlus ll 24/5000va/120amp
* Victron Lithium 25.6v – 200ah
* Victron Lynx Power In 1000
* Victron Lynx Smart BMS 500
* Victron Lynx Distributor 1000
* Victron Cerbo GX
* Victron GX Touch 50
* Victron Orion-Tr Smart 12/24-15 isolated DC-DC charger
* Victron Orion-Tr Smart 24/12-20 isolated DC-DC converter
* Victron SmartSolar MPPT 100/30
* Victron SmartSolar MPPT 75/15
* Victron Smart Battery Protect 12/24/100a

Hérna má sjá töfluna tilbúna til ísetningar í bílnum, við verðum svo með fleiri myndir þegar bíllinn kemur til okkar í ísetningu!
Eins og alltaf, ekki hika við að kíkja á okkur eða heyra í okkur til að fræðast betur og fá upplýsingar um hvernig kerfi gæti hentað í þínu tilviki.

Alveg sjálfbær Ford húsbíll

Fengum til okkar þennan fína Ford húsbíl sem var með 110 volta kerfi og gasmiðstöð komna til ára sinna.

 

Okkar verkefni var að gera bílinn alveg sjálfbæran þannig að hægt væri að búa í honum allt árið um kring á Íslandi.
Við settum upp pakka fyrir viðskiptavin sem var mjög sáttur og við hófumst handa.

Bíllinn er með 4kW rafstöð með rafstarti orginal en hún er auðvitað 110v þar sem þetta er Amerísk, svo við bættum við spenni til að hækka spennuna inn á Quattro’inn.
Kerfið ræsir svo rafstöðina sjálfvirkt við ákveðnar skilgreiningar, t.d. þegar rafgeymar eru komnir niður í 75% SOC eða þegar álag á AC er orðið meira en 1500w í meira en 3 mínútur.
Þessar stillingar má svo fínstilla að þörfum hvers og eins.

Eftirfarandi er pakkinn sem fór í þennan bíl:
Victron Energy MultiPlus Quattro 12/3000
3x 235Ah rafgeymar
Victron Energy Cerbo GX
Victron Energy Touch 50
2x Victron Energy Smart BatteryProtect 65A
Victron Energy Smart Shunt 500A
Victron Energy IP65 15A hleðslutæki (fyrir rafgeymi við rafstöð)
110v í 220v spennir (fyrir rafstöðina)
2x 5kw Diesel miðstöðvar
60 lítra olíutankur
12v NetBerg ísskápur 136 lítra

Hjálparsveit Skáta – Kópur 1

Veturinn 2022 fengum við það verkefni að græja rafkerfi og búnað í Kóp 1 fyrir Hjálparsveit Kópavogs.
Þetta var skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni fyrir okkur.

Meðal þess sem við græjuðum í þennan bíl eru forgangsljósakerfið og væla, vinnuljós og akstursljós.
Tetra stöðvar, VHF stöð, lokafrágangur á úrhleypikerfi og ýmislegt fleira.














Með því að smella á „Samþykkja“, gefur þú samþykki þitt fyrir því að vefkökum sé komið fyrir í tækinu þínu, til að bæta umferð um síðuna, greina notkun á síðunni og aðstoða okkur við markaðssetningu.