Category Archives: Fréttir

Eyja í Breiðafirði

Sjálfvirkt sól- og vindorkukerfi!☀️💨

Hérna erum við með kerfi sem er í uppsetningu þegar þessar myndir eru teknar, en kerfið er í eyju í Breiðafirði og er sett upp sem þriggja fasa kerfi. 
Hingað til hefur þessi eyja eingöngu reitt sig á dísel rafstöð til að sjá húsum fyrir rafmagni.

Núna er komið upp stórt þriggja fasa kerfi sem tryggir öllum húsum á eyjunni nægt rafmagn.

Á eyjunni eru þrjár varmadælur sem sjá um upphitun á húsum.

Búnaðarlisti:

3x MultiPlus-II 48/15000
2x MPPT RS 450/200
4x Bláorku LiFePO4 rafgeymar – 40 kWst
20 kW sólarsellur
Cerbo GX
Touch 70
Lynx Distributor


Hérna sjáum við rafgeymana og MultiPlus græjurnar:  

Hérna sést svo í þessar tvær MPPT RS 450/200 sólarsellu stýringar sem geta annað 32 kW af sólarsellum:


Verið að setja sellur á þak skemmunnar:

Siglufjörður

Nýtt þriggja fasa kerfi komið upp á Siglufirði með sólarorku og 20 kWst LiFePO4 rafgeymabanka.

Ábúandi getur farið í gegnum 1-2 daga af rafmagnsleysi án hleðslu frá sólinni á rafgeymunum einum saman. Ekki hefur þurft að kaupa rafmagn inn í húsið síðan kerfið var sett upp í byrjun apríl.

Í þetta kerfi var notaður eftirfarandi búnaður:

18x 500W svartar bifacial sólarsellur
3x Victron MultiPlus-II 48/5000
Victron MPPT RS 450/200 sólarsellustýring
Victron Lynx DC dreifiskinnur
Victron Cerbo + Touch skjár
2x Bláorku 48v 200Ah rafgeymabankar – 20 kWst af orku þar.

Nafnabreyting

NetBerg hefur ákveðið að breyta um nafn og mun félagið heita Bláorka héðan í frá.

Nafnabreytingin mun styðja við þá vegferð sem fyrirtækið er á, sólarorka og raforkulausnir í kringum sjálfbærni á Íslandi.

Verkstæði Bláorku mun áfram vera rekið undir NetBerg nafninu sem dótturfélag Bláorku.

Bæði verslun og verkstæði eru áfram til húsa á Fosshálsi 27, verslunin er þó flutt á nýjan stað í húsinu.
Þar verður verslunin mun stærri og vöruúrvalið meira.

Með því að smella á „Samþykkja“, gefur þú samþykki þitt fyrir því að vefkökum sé komið fyrir í tækinu þínu, til að bæta umferð um síðuna, greina notkun á síðunni og aðstoða okkur við markaðssetningu.