Category Archives: Uncategorized

Sunnanverðir vestfirðir

Sjálfvirkt sól- og vindorkukerfi!☀️💨

Hérna sjáum við kerfi sem við smíðuðum fyrir hús sem er alveg ótengt raforkunetinu, raforkuframleiðsla á svæðinu fer aðallega fram með sól- og vindorku, á svæðinu er einnig 16 kW rafstöð sem fer í gang þegar þörf er á.

Einnig er Victron rafbílahleðslustöð tengd við kerfið sem beinir umfram orku frá sól og vind í hleðslu á rafbil þegar hann er í sambandi, þannig reynum við að nýta alla umframorku í kerfinu eins og best er á kosið.

Á svæðinu er íbúðarhúsnæði og verkstæðiskemma, upphitað með varmadælu ( loft í loft ). 😎

Búnaðarlisti:

3x MultiPlus-II 48/8000
1x MPPT RS 450/200
4x Bláorku LiFePO4 rafgeymar – 40 kWst
7.5 kW sólarsellur
Cerbo GX
Touch 70
Lynx Distributor
Kestrel windmylla

PLUG N’ PLAY

Enn ein Plug N’ Play taflan að líta dagsins ljós hjá okkur. Viðskiptavinir eru í auknu mæli farnir að nýta sér þá þjónustu að fá þessar töflur tilbúnar í hendurnar ásamt nákvæmri tengiteikningu. Áður er búnaður er sendur úr húsi er hann stilltur fyrir þarfir viðskiptavinar. Það er algjör óþarfi að vera að finna upp hjólið, láta frekar fagmann um að setja þetta upp og ganga smekklega og tryggilega frá.

Með því að smella á „Samþykkja“, gefur þú samþykki þitt fyrir því að vefkökum sé komið fyrir í tækinu þínu, til að bæta umferð um síðuna, greina notkun á síðunni og aðstoða okkur við markaðssetningu.