XS1400 er nýjasta DC-DC hleðslutækið í Victron Orion línunni. Þetta tilkomumikla en litla tæki pumpar út 50A hvort heldur sem er á 12V (700W) eða 24V (1400W). Það virkar sem hleðslutæki eða spennugjafi og bíður upp á vítt svið af inn og út spennu. Þetta hefur mikið að segja þegar kemur að ökutækjum með Euro 5 eða Euro 6 snjall alternator sem vill gjarnan gefa of litla spennu þegar vélin er í gangi eða ef að kaplar eru langir eins og oft vill verða í bátum eða húsbílum þar sem að spenna fellur. Í þeim tilfellum er nákvæm og stjórnuð hleðsla nauðsynleg til þess að fullhlaða neyslurafgeyminn ásamt því að verja alternatorinn fyrir ofálagi og startgeyminn fyrir afhleðslu.
Á lager
Orion XS 1400 12V/24V 50A DC-DC battery charger
88.910 kr.
Með því að nota aflið frá vélinni til þess að hlaða rafgeyma, þá sameinar Orion XS 1400 DC-DC hleðslutækið öflug afköst við fyrirferðalitla og viftulausa hönnun. XS1400 styður bæði 12V og 24V með tilkomumiklum 50A hleðslustraum (14V * 50A = 700W | 28V * 50A = 1400W). Tækið er hannað fyrir blandaða spennu 12V/24V og virkar einnig sem spennubreytir/converter. Hægt er að tengjast tækinu með bluetooth í gegnum VictronConnect appið og forrita það.
Á lager
| Spenna | 12v, 24v |
|---|---|
| Framleiðandi | Victron energy |
| Stock | Á lager |
<html>
<img src="https://www.blaorka.is/wp-content/uploads/xs1400_datasheet.png">
</html>



